Luxor

Goto page index

Page-title

Luxor er alhliða tækjaleiga og tækjasala fyrir kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn, atburða- og tónleikafyrirtæki, leikhús, stofnanir og fyrirtæki. Áratuga reynsla starfsmanna tryggir að viðskiptavinurinn fær bestu lausn sem völ er á, með fullkomnasta tækjabúnaði landsins. Þannig má geta að tækjabúnaður og starfsmenn Luxor koma bæði að gerð Eurovision söngvakeppninnar í Sjónvarpinu, og X Factor á Stöð 2, sem og Hlustendaverðlauna FM á Sirkus og Íslensku tónlistarverðlaunanna í Sjónvarpinu.

Luxor er hluti af Saga film, stærsta framleiðslufyrirtæki landsins á sviði sjónvarpsefnis, kvikmynda og atburða, og því er á einum stað hægt að hrinda í framkvæmd stærstu draumum afmælisbarna, tónleikahaldara, sjónvarpsframleiðanda eða atburðastjórnenda.


Search