Fara á efnissvæði
EN Innskráning 0
Hugvit Uppsetning

Katla - RVK Studios

Luxor útfærði stærstu "virtual production" sem gerð hefur verið á Íslandi fyrir Netflix þáttaröðina Kötlu.

Á sama tíma og við óskum öllum aðstandendum Kötlu til hamingju með þetta
stórkostlega verk erum við sjálfir nokkuð sáttir við okkar framlag í þessari seríu.

Í dag eru kvikmyndaframleiðendur um allan heim að prófa sig áfram með svokölluð
"virtual set" og "virtual production" þar sem heilu senurnar eru teknar upp fyrir framan risaskjái.
RVK Studios höfðu samband við okkur og óskuðu eftir því að við útfærðum slíka
lausn fyrir Kötlu. RVK hafði þá þegar ráðið Guðjón Jónsson til að leikstýra og hafa
yfirumsjón með þessum verkþætti, en vildi fá okkur til að útfæra þetta tæknilega.
Úr varð að við settum upp sérsniðið skjávarpatjald sem var 24 x 6 metra stórt á
trussagrind og á það var raðað þremur 12.000 AnsiLumena skjávörpum frá
Panasonic.

Það voru tveir Green Hippo Karst + media serverar sem blönduðu myndinni saman.
Restinni af töfrunum höldum við svo út af fyrir okkur 😉
Útkoman var mögnuð, senur sem virðast gerast uppi á fjöllum eru í raun teknar í
myndveri RVK í Gufunesi.

Vignir Örn verkefnastýrði þessu þessu fyrir okkar hönd, en Ingi Bekk, Ágúst Ingi, Ingi
Björn, Kalli og Alfreð komu allir að verkinu, og RVK Studios voru ánægðir með
útkomuna.
Til hamingju allir sem komu að Kötlu! Ef þú ert ekki búinn að sjá, skaltu byrja sem
fyrst.

Katla 2 Katla 3