Fara á efnissvæði
EN Innskráning 0

Staðlar, umhverfi og styrkir

Staðlar

Við hjá Luxor viljum starfa í sátt við sam­fé­lagið og um­hverfið okkar. Með því að sam­þætta sjálf­bærni og sam­fé­lags­lega ábyrga starf­semi stuðl­um við að arð­semi og vexti til fram­tíð­ar til hags­bóta fyr­ir sam­fé­lag, við­skipta­vini, starfs­fólk og hlut­hafa.

Luxor stuðlar að sjálf­bærni og vernd um­hverf­is­ins með því að draga úr um­hverf­isáhrif­um starf­sem­inn­ar með ábyrgri og með­vit­aðri nýt­ingu auð­linda.

Luxor legg­ur áherslu á að veita framúrsk­ar­andi þjón­ustu og tryggja að þjón­ust­an sé að­gengi­leg og í takt við þarf­ir og vilja við­skipta­vina. Starfs­ánægja er mik­il­væg for­senda ánægðra við­skipta­vina. Luxor tryggir með góð­um starfs­að­stæð­um að vera ávallt í fararbroddi og ráða til sín framúrsk­ar­andi starfs­fólk. Luxor hef­ur í heiðri grund­vall­ar­ mann­rétt­indi eins og þeim er lýst í al­þjóða­samn­ing­um.

Luxor fylgir þeim lögum og reglum sem um starfsemi okkar iðnaðar gilda. Leit­ast er við að stjórn­ar­hætt­ir séu í sam­ræmi við leið­bein­ing­ar um góða stjórn­ar­hætti. Luxor hef­ur skýra stefnu um að vinna gegn peningaþvætti, glæp­astarf­semi og spillingu.

Áhersl­a Luxor í sjálf­bærni og sam­fé­lags­legri ábyrgð taka mið af heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un og viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti. Eft­ir­far­andi fimm markmið tengjast helst okkar starfsemi:

- Heilsa og vellíð­an, 
- Sjálfbær orka
- Góð at­vinna og hag­vöxt­ur,
- Nýsköpun og uppbygging
- Ábyrg neysla og fram­leiðsla

Við eigum í góðu samstarfi við okkar viðskiptavini og byggj­um þjónustu okkar upp á ára­tuga reynslu starfsfólksins okkar. Við viljum að við séum eftirsóknarverður vinnustaður.

 

Umhverfi

Í hröðum heimi tæknibyltingar skiptir miklu máli að fjárfesta í tækjabúnaði sem endist lengi til að sporna við óþarfa förgun á tækjabúnaði og því höfum við valið birgja sem hafa fjárfest mikið í þróun á vörum sínum. Við hvetjum erlenda birgja til að senda okkur vörur með sem minnstum umbúðum.

Við rekum einnig okkar eigið verkstæði og gerum við eins og hægt er, til að forðast óþarfa flutning á tækjabúnaði erlendis.

Í framleiðslu viðburða skiptir máli að nota öll hráefni oftar en einu sinni og því reynum við eftir fremsta megni að haga efnisnotkun þannig að hægt sé að endurnýta og minnka sóun.

Luxor hefur skipt út mikið af glóperuljósum yfir í LED ljós sem þýðir miklu hægari útskipti og mun minni rafmagnsnotkun.  Einnig hefur notkun plast-litafiltera nánast verið hætt í kjölfarið.

Á árinu 2021 byrjaði Luxor útskiptum á sendibílum með jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn og hyggst færa allan sinn flota yfir í rafmagn.

Aukin áhersla hefur verið lögð flokk­un sorps til end­ur­vinnslu

Vistun gagna í skýjaþjónustu hefur einnig orðið til þess að samningar og fleira er nú eingöngu á rafrænu formi og því hefur prentun gagna minnkað notkun á pappír og prenthylkjum. Sí­fellt fleiri við­skipta­vin­ir kjósa ra­f­ræn við­skipti sem skil­ar minni papp­írs­notk­un og sparn­aði í póstkostnaði

Styrk­ir til góðra mál­efna

Luxor styð­ur sam­fé­lag­ið á margvíslegan hátt með styrkjum til að­ila sem vinna að góð­um mál­efn­um í þágu sam­fé­lags­ins, ýmis góð­gerð­ar­mál, íþrótta- og menn­ing­ar­starf.

Nokkur dæmi um það sem við styðj­um og styrkj­um:

 • Slysa­varna­fé­lag­ið Lands­björg
 • Kraftur - Stuðningsfélag
 • ÍBV
 • Íþróttafélagið Þróttur
 • Haukar
 • Knattspyrnudeild Vals
 • Afturelding
 • UAK - Ungar athafnakonur
 • Íslensku Tónlistarverðlaunin
 • Team Spark
 • RIFF

 

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - FH 4-0 | Þróttur í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögunni - Vísir