Fara á efnissvæði
EN Innskráning 0

Sagan okkar

2000 - 2005

Ljósadeild Stöðvar 2 kaupir fyrstu hreyfiljós stöðvarinnar fyrir Viltu Vinna Milljón þættina árið 2000, fræum fyrir stofnun Luxor er sáð.

Idol sería Stöðvar 2 fer í loftið 2003 með nýjum hreyfiljósum fá nýstofnuðu Robe Lighting í Tékklandi. Ljósadeildinni fjölgar úr tveimur starfsmönnum í þrjá.

Keypt voru fleiri tæki fyrir Idol 2 árið 2004 og Luxor byrjaði að leigja búnað og þjónusta viðburði utan Stöðvar 2 svo sem Prodigy tónleika í Laugardalshöll, Bang Gang í Listasafni Reykjavíkur og marga stóra og smáa viðburði.

Dagleg starfsemi ljósadeildarinnar fer fram á Krókhálsi.

2006 - 2016

Stór hluti framleiðsludeildar Stöðvar 2 rann inn í Sagafilm árið 2006 þegar ljósadeildin tók yfir kvikmyndaleigu Sagafilm.

Sameinuð fékk deildin nafnið Luxor árið 2007.

Ljósameistari Stöðvar 2, Alfreð Sturla Böðvarsson fer fyrir sameinaðri leigu Sagafilm og stöðvarinnar.

Sagafilm framleiddi marga sjónvarpsþætti fyrir Stöð 2, svo sem X-Factor, Master Chef og Idol 4 árið árið 2009 þar sem Luxor sér um sviðshönnun og lýsingu.

Pétur Óli Gíslason varð framkvæmdastjóri Luxor síðar og Bragi Reynisson tók við af honum árið 2012.

Luxor flutti í húsnæði fyrir ofan Sagafilm í Skipholti árið 2010, og á Tunguháls 8 árið 2016 en þá var lagerinn í Skipholtinu sprunginn og starfsfólki hafði fjölgað enn frekar, sem og verkefnum félagsins.

Luxor var með sjónvarpsþætti á borð við Voice 1 og 2 á þessum tíma, auk fjölda viðburða og annarra verkefna. Hljóð var unnið í samstarfi við Sonik, sem var líka staðsett á Tunguhálsi 8.

2017 - 2019

Árið 2017 var stórt en þá sameinuðust Luxor og Ofur hljóðkerfi, fyrirtæki Óla Vals Þrastarsonar.

Sameiningin efldi fyrirtækið til muna og gerði því kleift að taka að sér fleiri og stærri verkefni.

Karl Sigurðsson tekur við sem framkvæmdarstjóri árið 2018 eftir að hafa starfað hjá félaginu síðan 2012.

2020 - 2022

Í heimsfaraldri sinnti Luxor streymis þjónustu og sjónvarpsverkefnum auk þess sem söluverkefnum fjölgaði áfram.

Luxor fjárfesti í stærsta LED skjá landsins sem kom til landsins í tæka tíð fyrir alþjóðlegt rafíþróttamót Riot Games fyrirtækisins í Laugardalshöll en Luxor var íslenski tækni samstarfaðili fyrirtækisins í þremur risaverkefnum í Laugardalshöll 2021 og árið 2022.

Luxor varð samstarfsaðili Sýnar árið 2020, og sér Luxor um leikmynd, lýsingu og hljóð í flestum sjónvarpsþáttum Sýnar.

2023 -

Luxor er í dag öflugasta tækni- og hönnunarfyrirtæki landsins og sinnir verkefnum á borð við Jólagesti, Idol, Söngvakeppni Sjónvarpsins, Hlustendaverðlaun FM957 auk fjölmargra viðburða af öllum stærðum og gerðum.

Söludeildin hefur einnig haldið áfram að vaxa. Meðal nýlegra söluverkefna má nefna Robe hreyfiljós fyrir Borgarleikhúsið, Riedel mynd- og talkerfi fyrir Símann, Griven útiljós fyrir Hallgrímskirkju og Digico hljóðmixer fyrir Borgarleikhúsið.

Framtíðin er björt og stefnir Luxor enn hærra í nánustu framtíð.