
Stúdíó 1

Stúdíó 1
Stúdíó 1 er stórt og fjölhæft rými sem hentar bæði í skammtíma- og langtímaleigu. Rýmið hefur verið hannað með skapandi vinnu í huga og býður upp á sveigjanlega notkun fyrir fjölbreytta starfsemi. Hvort sem þú þarft aðstöðu til æfinga, viðburða, námskeiða, myndatöku, kvikmyndatöku, sýninga. – þá býður Stúdíó 1 upp á einstaka möguleika.
Stúdíóið hentar jafnt fyrir atvinnufólk og áhugafólk sem leitar að skapandi og faglegu vinnurými á miðlægum stað.
Rýmið er í boði bæði til skammtímaleigu (dags- eða vikuleiga) eða lengri tíma. Leiguverð fer eftir lengd leigu og umfangi notkunar – hafðu samband til að fá tilboð sem hentar þínum þörfum.

Helstu upplýsingar
- Stórt, opið rými – 17 x 17 metrar
-
Há lofthæð – 4,5 metrar sem gefur rýminu léttleika og rúmgóðan karakter
-
Ljósaloft yfir öllu rýminu tryggir góða, jafna lýsingu sem hentar vel í myndatökur og viðburði
-
Draperingar á veggjum sem gera kleift að stýra birtu og hljómburði eftir þörfum
-
Nóg rafmagn og tengimöguleikar fyrir ljós, hljóðkerfi, tölvubúnað o.fl.
-
Gott aðgengi, bæði fyrir gangandi og akandi – hentugt fyrir flutninga og uppsetningar
-
Bílastæði í boði í Ármúla, auðveldar aðgengi fyrir gesti, samstarfsfólk og viðburðahaldara
- Teikningar af rýminu - Linkur

Rýmið hentar vel fyrir:
- Ljósmyndatökur
- Sjónvarps eða kvikmyndatökur
- Sýningar eða pop-up viðburði
- Dans- og leiklistahópa
- Æfingarými
- Námskeið eða vinnustofur
- Lifandi streymi og upptökur
Hafðu samband:
📧 leiga@luxor.is
📞 550-1400
Við bjóðum þér velkomin að skoða rýmið og ræða hvernig það getur nýst þér sem best!