Fara á efnissvæði

Hallgrímskirkja - Útilýsing

Luxor selur útiljós frá Griven til að lýsa upp Hallgrímskirkju.

Í byrjun árs sendi lýsingarhönnunarfyrirtækið Liska frá sér útboðsgögn fyrir nýja litaskiptandi úti- og innilýsingu fyrir Hallgrímskirkju. Fjölmörg fyrirtæki sendu inn tillögur að ljósum sem gætu hentað í verkefnið, og þar á meðal Luxor. Við höfum um árabil selt og þjónustað inni- og útilýsingu fyrir byggingar og kennileiti og því erum við með nokkur hágæða vörumerki sem gætu komið til greina í þetta verkefni.

Eftir prófanir á verkstað valdi Liska Luxor sem samstarfsaðila fyrir útilýsinguna, en við buðum ljós frá ítalska framleiðandanum Griven, og stýringar frá breska framleiðandanum Pharos Architectural Controls.
Og eins og sést á þessum frábæru myndum þá er lýsingarhönnun Lisku einfaldlega stórkostleg, og litirnir í Griven ljósunum djúpir og fallegir. Hallgrímskirkja er helsta kennileiti Reykjavíkur og nýtur sín loksins í allri sinni ljósadýrð.

Í kvöld klukkan 19:30 verður lýsingin vígð. Við hvetjum þig til að kíkja við á Skólavörðuholti á næstunni og skoða hvernig nýja lýsingin dregur fram smáatriði kirkjunnar. Höfundarverk Guðjóns Samúelssonar nær svo sannarlega nýjum hæðum eftir að rökkva tekur.

Okkar menn sem komu að verkinu: Alfreð Sturla Böðvarsson: sölustjóri og tengiliður við lampaframleiðanda
Vignir Örn Ágústsson: Aðstoð með forritun Pharos stýringa                     

Takk fyrir traustið Guðjón L., allt teymið hjá Lisku og Hallgrímskirkja, takk fyrir samstarfið Fagraf og takk fyrir myndirnar Örn Erlendsson. 

Hallgrimskirkja2 Hallgrimskirkja3
Hallgrimskirkja1 Hallgrimskirkja

Athugið

Ekki er hægt að blanda saman leigu- og kaupvörum í körfunni. Vinsamlegast kláraðu núverandi pöntun fyrst.