Fara á efnissvæði

Viðburðaþjónusta

Viðburðirnir þínir eiga skilið það allra besta

Sama hvort um er að ræða tónleika, vörukynningu, ráðstefnu, fund, árshátíð eða önnur mannamót, þá þarf réttu græjurnar til að gestir njóti sín og tæknin virki fullkomlega.

Hjá Luxor Tækjaleigu finnur þú allt sem þú þarft – hljóðkerfi, ljós, skjávarpa, LED skjái, svið, myndavélar, stjórnbúnað og margt fleira. Við hjálpum þér að útfæra nákvæmlega hvað þarf af tækjum, snúrum og tengingum til að dæmið gangi upp.

Okkar reynslumikla teymi tæknimanna og verkefnastjóra sér um hvert smáatriði – allt frá sviðshönnun og uppsetningu til niðurtektar og flutnings. Þú getur sótt búnaðinn til okkar eða fengið hann afhentan og settan upp af okkar fagfólki – allt eftir því sem hentar þér best.

Þegar verkefnin verða stærri borgar sig oft að fá viðburðarfyrirtæki að borðinu. Á Íslandi starfa fjölmörg frábær slík fyrirtæki, og við í Luxor erum vön að vinna með þeim öllum til að tryggja hnökralausa framkvæmd frá A–Ö.

Hafðu samband og segðu okkur frá viðburðinum þínum – við finnum réttu lausnina saman.

Sérverkefni

Okkur finnst fátt skemmtilegra en þegar metnaðarfullar hugmyndir verða að veruleika.

Með áralanga reynslu í tæknilausnum fyrir viðburði höfum við tekið þátt í ýmsum ógleymanlegum verkefnum – meðal annars tónleikum á Esjunni, kappakstri á jökli, kvikmyndasýningu í helli, skautasvelli í miðborg Reykjavíkur og tónleikum í íshelli.

Við elskum þegar eitthvað ómögulegt virðist — og fáum að sanna að það er hægt.

SK25 Teikningar 09.01.2025.Pptx

Hönnun & ráðgjöf

Luxor býður uppá hönnun og ráðgjöf fyrir þinn viðburð sama hver stærðin er.
Starfsfólk okkar hefur áratuga reynslu á framleiðslu viðburða og er ekkert verkefni of lítið eða stórt fyrir okkur.

Pioneer 4
Robe Spiider Disko 1

Tækjaleiga

Luxor rekur öfluga tækjaleigu sem er með réttan búnað fyrir þitt verkefni.
Luxor leggur sig fram við það að hafa alltaf nýjasta og besta búnaðinn í boði fyrir viðskiptavini okkar sama hvert verkefnið er.

Starfsmenn Luxor Setja Upp Rafithrottamot I Laugardalsholl
IMG 9703 IMG 0660

Uppsetning & frágangur

Við getum græjað allan pakkann og getum séð um uppsetningu og niðurtekt alls búnaðar fyrir þig.
Reyndir tæknimenn okkar sjá til þess að hver einasta uppsetning sé framkvæmd örugglega.

Hvort sem um er að ræða tímabundna uppsetningu fyrir ráðstefnu eða flókna sviðsbyggingu fyrir tónleika þá er öryggi alltaf í forgangi – fyrir starfsfólk, gesti og viðburðinn sjálfan.

Frá fyrstu teikningu til lokaþrifa sér teymi Luxor um að uppsetningin gangi hnökralaust, örugglega og fagmannlega fyrir sig í hvert skipti.

6M4A3186
Hlustendaverðlaun 2020 Valorant - MSI 2021-2

Stórir & smáir viðburðir

Allir viðburðir skipta okkur máli – stórir sem smáir.
Hvort sem þú ert að halda fund fyrir tíu manns eða stórtónleika fyrir tíu þúsund, leggjum við jafn mikla áherslu á gæði, öryggi og fagmennsku í hverju smáatriði.

RVK Studios - Katla Back

Sjónvarps & kvikmyndalausnir

Luxor hefur áratuga reynslu á sjónvarps og kvikmyndalausnum.
Við höfum komið að verkefnum svo sem Idol, Kviss, Söngvakeppninni, True Detective, Voice Ísland og Kötlu svo fátt eitthvað sé nefnt.

6M4A9594
Marel - Capital 6M4A9608

Streymi

Ef þú þarft streyma viðburði sem skiptir þig miklu máli, þá getum við orðið að liði.
Fjöldi fyrirtækja og stofnana treystir á Luxor þegar kemur að streymi funda, ráðstefna og viðburða – hvort sem það er fyrir lokaðan hóp eða í beinni útsendingu út í heim.

Við sjáum um tæknina, myndina og hljóðið – þú þarft bara að mæta.

“Hvort sem það eru tónleikar á toppi Esjunnar, rennibraut niður Skólavörðustíg eða skautasvell í miðbænum þá er það Luxor sem hjálpar okkur við að gera það að veruleika”

Karen Ósk Markaðsstjóri

Athugið

Ekki er hægt að blanda saman leigu- og kaupvörum í körfunni. Vinsamlegast kláraðu núverandi pöntun fyrst.