Fara á efnissvæði
EN Innskráning 0

Kaupa tæki

Þú kaupir réttu græjurnar hjá Luxor

Söludeild Luxor er með sterk umboð í ljósabúnaði, myndavélum, sviðsbúnaði, drapperingarefnum, skjávörpum, myndserverum og upphengibúnaði. En auk þess seljum við í smásölu confettí glimmersprengjur, perur í sviðskastara, gaffer-teip ofl. Öll atvinnuleikhús landsins eru meðal stærstu viðskiptavina söludeildarinnar, sem og stofnanir og fyrirtæki eins og RÚV, Harpa, Arion banki, Hof Menningarhús, Ísgöngin í Langjökli, Gamlabíó og Norræna húsið.

Hljóðdeildin okkar er öflug og býr yfir breiðu úrvali vörumerkja. Margir skemmtistaðir landsins, verslanir og veitingahús nota daglega hljóðkerfi og stjórnbúnað frá Luxor. Hátlarar, hljóðnemar, mixerar, hönnun og uppsetning, við útvegum það allt saman og meira til. Sama hvort húsið er klúbbur eða kirkja.

Robe Esprite Ljósabúnaður

Luxor er með fjölmargar lausnir í ljósabúnaði. Hreyfiljós, föst ljós, eltiljós, LED borða og fleira. Sama hvort ljósið á að vera með peru eða díóðu þá eigum við rétta svarið.

Skoða nánar
D&B (1) Hljóðbúnaður

Hljóðkerfi og hátalarar í öllum stærðum. Luxor hefur sett upp hljóðkerfi á fyrir fjölmarga veitinga- og skemmtitstaði, hótel, íþróttahús og tónleikasali.

Skoða nánar
Case Töskur og flugkistur

Hvort sem þig vantar höggþétta tösku fyrir tölvuna þína eða flugkistu á hjólum fyrir búningasafnið þitt, þá hefurðu bara samband. Við erum með þetta allt.

Skoða nánar
Intercom Intercom

Luxor er umboðsaðili Riedel á Íslandi, sem er eitt af heimsins bestu Intercom framleiðendum. Spyrðu bara NASA, Formúlu 1, helstu sjónvarpsstöðvar heims og stærstu leikhúsin.

Skoða nánar
SNS EVO Hýsingar fyrir myndefni

Við höfum selt hýsingar fyrir myndefni til RÚV, Símans, Hí, Trickshot og Sagafilm frá SNS. Ef þig vantar áreiðanlega myndefnishýsingu hafðu samband.

Skoða nánar
Birddog PTZ Myndavélar

PTZ stendur fyrir PanTiltZoom, og eru fjarstýrðar myndavélar. Luxor er með vélar frá Birddog og Panasonic.

Skoða nánar
Vicoustic Hljóðvist

Vicoustic er portúgalskt fyrirtæki sem framleiðir fyrsta flokks hljóðvistarlausnir, og notar endurunnin efni í framleiðslunni. Hægt er að fá prentaðar hljóðísogsplötur með myndefni að eigin vali, og loftaflekarnir þeirra eru augnayndi.

Skoða nánar
Xilica Hljóðstýringar

Xilica er kanadískt fyrirtæki sem framleiðir framúrskarandi hljóðstýringar, og hljóðdeild Luxor hefur sett upp Xilica hljóðstýringar víða um land, meðal annars Gamla bíó, Bclub, Fimleikasal Akraneskaupstaðar og Brút.

Skoða nánar
Kaplar Klotz Kaplar

Kaplasalan okkar eykst ár frá ári, og við erum með samstarfsaðila eins og Klotz í Þýskalandi, sem er einn allra besti kaplaframleiðandinn. Leikhúsin og viðburðahúsin kaupa oft sérmerkta kapla frá okkur, fáðu endilega tilboð í kaplana sem þig vantar.

Skoða nánar
AJA Video Breytur Myndbreytur

Luxor er með framleiðendur eins og AJA og Decimetor á sínum snærum sem framleiða myndbreytur af öllu tagi, og sjónvarpsstöðvarnar hafa fyrst samband við okkur ef þeim vantar myndbreytur.

Skoða nánar
LED Skjár Absen LED skjáir

Absen LED skjáframleiðandinn sá um alla LEDskjáina á völlunum á heimsmeistaramótinu í Katar árið 2022, og það var vegna þess að gæði Absen skjáanna þóttu best. Við settum upp Absen skjái í Gestastofu Hörpu, og Smáralind er að fá Absen skjá fyrir Fótboltalandið. Útiskjáir, inniskjáir, auglýsingastandar, vöruúrvalið er einstakt og gæðin þau bestu sem völ er á.

Skoða nánar
Panasonic Varpi Skjávarpar

Við erum með Panasonic skjái og skjávarpa, en Panasonic er einn virtasti skjávarpaframleiðandi heims. Allar stærstu sýningarnar eru með Panasonic, eins og til dæmis sýningin í Perlunni, en Panasonic er líka með hágæða skrifstofuskjávarpa á góðu verði.

Skoða nánar
Luminex (1) Netbúnaður

Luxor er umboðsaðili Luminex á Íslandi www.luminex.be

Skoða nánar
Skjávarpatjöld Skjátjöld

Við erum með skjátjöld fyrir hvaða rými sem er, rafdrifin, hand drifin eða á standi, og hvaða stærð sem er.

Skoða nánar
Green Hippo Afspilun og video serverar

Video serverar frá Luxor eru til dæmis í atvinnuleikhúsunum, Hörpu og Rúv, og þar sem við notum þá mikið sjálfir, getum við aðstoðað þig við að finna bestu afspilunarlausnina.

Skoða nánar
Pioneerdj PioneerDJ

Pioneer DJ plötusnúðagræjur eru eins og allir vita þær vinsælustu í heiminum, og þær seljast svo grimmt hjá okkur, að við erum með sér sölusíðu fyrir Pioneer DJ, www.pioneerdj.is.

Skoða nánar
Magicfx SFX

Sölulagerinn okkar er jafnan troðfullur af confetti af öllum litum og gerðum frá hollenska fyrirtækinu MagicFX, og það er bæði hægt að fá handsnúna hólka og rafdrifna. Einnig erum við með vökva á reyk- og mistvélar, beint frá Antari, á besta verðinu.

Skoða nánar
Gerriets Logo Drapperingar og molton

Við eru með mikið úrval af brunavörðum textíl efnum frá helstu framleiðendum Evrópu, og seljum bæði tilbúnar drapperingar og drapperingaefni, eins og Molton, sem er alltaf jafn vinsælt og alltaf til á lager hjá okkur.

Skoða nánar
Movecat Upphengibúnaður

Við erum með mótora og truss af öllum stærðum og gerðum, og allt annað sem þarf til þess að koma hlutum í loftið.

Skoða nánar

Settu þig í samband og við skoðum málið saman

Við erum með teymi sem mun veita þér og þínum fyrsta flokks þjónustu.

Starfsfólk
Guy Gray Block